Lokahóf knattspyrnudeildar Hauka var haldið á dögunum þar sem sumarið var gert upp og var hin fínasta stemning en Karl Guðmundsson annaðist veislustjórn af stakri prýði.
Að mati leikmanna var Birgir Magnús Birgisson valinn besti leikmaður meistaraflokks karla og Chanté Sandiford var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna. Efnilegust voru Erla Sóla Vigfúsdóttir og Kristófer Dan Þórðarson.
Stjórn knattspyrnudeildar velur svo knattspyrnufólk ársins og í karlaflokki var Birgir Magnús valinn knattspyrnukarl ársins og Sæunn Björnsdóttir var valin knattspyrnukona ársins.
Þjálfarar ársins eru þær Helga Helgadóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir en þær þjálfa 3. flokk kvenna sem hafnaði í öðru sæti bikarkeppninnar en liðið er einnig í undanúrslitum Íslandsmótsins.
Þá var þremur leikmönnum veittur viðurkenningarskjöldur fyrir að hafa náð að leika 100 leiki með meistaraflokki, þau Daníel Snorri Guðlaugsson, Heiða Rakel Guðmundsdóttir og Tara Björk Gunnarsdóttir.
Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar, og Birgir Magnús Birgisson
Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar, Chanté Sandiford
Halldór Jón Garðarsson, formaður knattpsyrnudeildar, og Birgir Magnús Birgisson
Halldór Jón Garðarsson, formaður knattpsyrnudeildar, og Sæunn Björnsdóttir
Jón Björn ásamt þeim Elínu og Berghildi tóku við verðlaunum fyrir hönd Erlu.
Jón Björn og Kristófer Dan Þórðarson
Helga Helgadóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdottir
Daníel Snorri og Jón Erlendsson, form. meistaraflokksráðs karla
Halldór og Heiða Rakel
Tara Björk og Halldór
Brynjar Viggósson, formaður barna- og unglingaráðs, lengst til vinstri ásamt hluta af þjálfurum. Fv. Luka Kostic, Einar Karl Ágústsson, Þórarinn Jónas Ásgeirsson, Salih Heimir Porca og Sigmundur Einar Jónsson.
Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna, og Halldór.
Hluti af þjálfurum knattspyrnudeildar. Fv. Dagrún Birta Karlsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Helga Helgadóttir, Stefán Svan Stefánsson, Chanté Sandiford og Brynjar Viggósson, formaður barna- og unglingaráðs.