Dagskrá Actavismótsins sem fram fer næstkomandi helgi er nú klár og hana má finna hér.
Mótið í ár heldur áfram að stækka og eru nú 85 lið sem taka þátt í því og hátt í 140 leikir á dagskrá um helgina.
Á mótinu fá allir keppendur góðan glaðning frá Actavis en glaðningurinn í ár er skrifblokk og penni sem æti að nýtast krökkunum í skólanum.
Hafnarfjarðarbær býður síðan keppendum í sund í Ásvallarlaug eftir mót. En Ásvallarlaug er ný og stórglæsilega sundlaug hér við Ásvelli.
Ásvallalaug við Ásvelli var opnuð við formlega athöfn þann 6.september í haust. Henni var strax vel tekið og skipta þeir orðið tugþúsundum sem komið hafa í Ásvallalaug. Ásvallalaug er að mestu leyti innandyra og má þar telja 50 metra sundlaug, 16,7 metra barnalaug, 10 metra vaðlaug með leiktækjum, 3 heitir pottar, eimbað og rennibraut.
Skemmtilegasta/frumlegasta myndin:
Á mótinu munum verður ein nýjung og verður sérstaklega verðlaunað fyrir skemmtilegustu/frumlegustu hópamyndina. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir skemmtilegustu myndina en ljósmyndarar mótsins munu sjá um valið á myndinni.