Dagur Dan hjá Gent & Fjórar Hauka stúlkur í U17

Það er óhætt að segja að unga kynslóðin í knattspyrnudeild Hauka sé að gera góða hluti!

Þær Alexandra Jóhannsdóttir, sem er þessa dagana á reynslu hjá Kristianstad í Svíþjóð, Katrín Hanna Hauksdóttir, Sæunn Björnsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í æfingahelgi vegna undirbúnings U17 ára liðs kvenna fyrir Undankeppni EM sem fram fer í Írlandi dagana 24. okt – 1. nóv 2016. Allar stúlkurnar eru 16 ára gamlar fyrir utan Sæunni sem verður 15 ára í nóvember nk.

Þá er Dag­ur Dan Þór­halls­son, sem er sex­tán ára og leikmaður U17 ára landsliðs Íslands, að æfa hjá belg­íska A-deild­ar­fé­lag­inu Gent þessa dagana en hann var enn í 3. flokki á þessu ári er  hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Hauka. Dagur lék sex leiki með Hauk­um í 1. deild­inni í sumar, fjóra þeirra í byrj­un­arliðinu. Þá hef­ur hann spilað sjö leiki með U17 ára landsliðinu á þessu ári.

Við óskum þessu glæsilega Hauka fólki til hamingju og óskum þeim góðs gengis í þessum áhugaverðu og skemmtilegu verkefnum.

Áfram Haukar!

Dag­ur Dan Þór­halls­son á æf­ing­u með Gent. Ljósmynd/​Kristján Bern­burg

Dag­ur Dan Þór­halls­son á æf­ing­u með Gent. Ljósmynd/​Kristján Bern­burg

Alexandra, Katrín Hanna, Sæunn og Þórdís fagnar deildarmeistaratitli 1. deildar!

Alexandra, Katrín Hanna, Sæunn og Þórdís fagnar deildarmeistaratitli 1. deildar!