Daníel Snorri Guðlaugsson í Hauka.

Daníel Snorri Guðlaugsson er kominn heim og hefur samið við knattspyrnudeild Hauka. Daníel Snorri mun spila fyrir félagið til næstu tvö árin.

Daníel Snorri er 25 ára gamall og er uppalinn á Ásvöllum. Spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Haukum 2014 og á 98 leiki fyrir félagið. Fyrr á árinu flutti Daníel Snorri sig til Ólafsvíkur og spilaði með Víkingi Ó síðastaliðið sumar.

Daníel Snorri getur ekki beðið eftir að komast heim og spila aftur fyrir félagið sitt. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningi við Daníel Snorra og býður hann hjartanlega velkominn heim.

Daníel Snorri

Daníel Snorri – Ljósmynd: Hulda Margrét