Í vikunni sem er farinn að síga á seinni hlutann á, skrifaði Davíð Birgisson undir samning við Hauka og gengur þar með í raðir Hauka frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Davíð er ungur að árum, eða tvítugur.
Hann er sókndjarfur miðjumaður sem hefur skorað grimmt fyrir Hauka í síðustu æfingaleikjum þar á meðal skoraði hann tvö mörk í síðasta æfingaleik gegn KFG eins og greint var hér á Haukar.is í gær.
Davíð er eins og fyrr segir fæddur árið 1990, hann hóf að leika með meistaraflokki KR sumarið 2008 en í sumar lék hann sem lánsmaður hjá Selfoss í Pepsi-deildinni. Þar skoraði hann tvö mörk sem og eitt mark í Visa-bikarnum.
Davíð mun án efa styrkja lið Hauka í 1.deildinni og það væri ekki amalegt ef hann héldi áfram í þeim ham sem hann hefur verið í síðustu leikjum.
Við bjóðum Davíð Birgissyni velkomin í Hauka og óskum honum vel farnaðar bæði innan sem og utan knattspyrnuvallarins.