Deildarmeistaratitill í boð, Haukar – Valur fimmtudaginn kl. 19:15

Haukar fá Valsmenn í heimsókn í síðustu umferð Dominos deildar karla, fimmtudaginn 8. mars kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir Hauka þar sem sigur tryggir liðinu deildarmeistaratitil. Liðið hefur unnið 16 leiki en tapað 5 leikjum og þar af einungis 1 á heimavelli. Liðið hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur en deildin er mjög jöfn. Einungis ÍR getur náð titlinum af Haukum en þá þurfa þeir að vinna Keflavík, Tindastóll að vinna sinn leik og Haukar þurfa að tapa sínum leik. Ef það gerist þá verða þrjú lið jöfn að stigum og þá vinnur ÍR þar sem þeir eru með flesta sigurleiki á milli þessara þriggja liða.

En Haukarnir hafa þetta allt í sínum höndum, liðið þarf að sigra Val og þá skiptir engu máli hvernig aðrir leikir fara.

Nú þarf liðið stuðning og því hvetjum við alla Hafnfirðinga til að mæta í Schenkerhöllina og styðja strákana til sigurs í deildinni. Mæta snemma og fá sér gómsæta grillaða hamborga og hita vel upp fyrir leikinn.