Eftirvænting í herbúðum Hauka fyrir fyrri Evrópuleikinn gegn Naturhouse La Rioja

Fjölmiðlar gera undirbúningi liðanna góð skilHaukar mæta spænska liðinu Naturhouse La Rioja í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn fer fram í Logrono og er heimaleikur Rioja-liðsins. Hann hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn fer fram á sama tíma annaðkvöld (sunnudag). Fjölmiðlar hafa veitt leikjunum mikla athygli og prýða drengirnir forsíður nokkurra svæðisdagblaða og fjölda frétta má finna á netmiðlum. Mikil eftirvænting ríkir meðal strákanna sem fóru yfir helstu atriðin á æfingu í morgun. Sérstök búningakeppni var sett á laggirnar þar sem strákarnir þurftu að mæta í íþróttabúningi og segja sögu um hvernig þeir höfðu fengið hann. Keppnin var jöfn og spennandi en Sigurbergur Sveinsson og Einar Örn Jónsson voru hlutskarpastir. Hér að neðan má sjá myndir frá æfingunni og tengla á fréttasíður. Haukasíðan mun færa fréttir af gangi mála á meðan á leik stendur.

„Búa sig undir árás víkinganna“ er yfirskrift heilsíðufréttar héraðsblaðsins Noticias de La Rioja. Jack Gonzales, þjálfari Riojaliðsins, segir í viðtali við Rioja2.com að hann sé búinn að liggja yfir myndböndum af Haukaliðinu svo vikum skiptir. Hann segir ljóst að hér séu á ferðinni tvö ólík lið og hann býst við hröðu og velþjálfuðu Haukaliði sem muni veita Rioja-liðinu harða mótspyrnu. Hann segir lykilinn að sigri vera að bæta varnarleik liðsins en hann telur Rioja-liðið vel undirbúið sóknarlega til að takast á við Haukaliðið. Gonzales hefur áhyggjur af álaginu af því að spila tvo leiki á liðlega sólarhring og að lið sitt sé óvant slíku. Hann leggur því upp með að keyra á Haukana í fyrri leiknum og leitast við að koma sér í hagstæða stöðu fyrir seinni leikinn. Því er ljóst að Rioja-liðið mun mæta af fullum krafti í kvöld og ætla sér að keyra hraðann upp. Þeir virðast hafa mestar áhyggjur af Sigurbergi Sveinssyni og eru ánægðir með að Einar Örn Jónsson sé í leikbanni í fyrri leiknum.

Á larioja.com er haft eftir Aroni Kristjánssyni að það verði erfiðara en ella að leggja spænska liðið þar sem báðir leikir fari fram í Logrono en að eins og sannir Íslendingar þá mæti Haukar til að vinna. Blaðið telur Haukana hafa yfirhöndina hvað varðar líkamlegt form en Rioja-liðið njóti góðs af heimavellinum og séu nú reynslunni ríkari eftir sigur á Rauðu stjörnunni í síðustu umferð þar sem liðið náði góðum árangri á útivelli án þess að besti leikmaðurinn Guardiola væri með. Hefðbundið kvein um meiðsli eru fyrirferðarmikil en óvíst hversu mikið er að marka það enda menn tilbúnir að fórna miklu til að geta spilað leik af þessu tagi. Þó er ljóst að hægri hornamaðurinn Bashkin verður ekki með. Hægri skyttan Paco Lopes hefur einnig átt við meiðsli að stríða og vinstri skyttan Amargant hefur verið með magakveisu í rúma viku en æfði með liðinu í gær. Þá er stutt síðan að stórskyttan Guardiola jafnaði sig af meiðslum og þjálfarinn hefur áhyggjur af því hvernig honum muni ganga að halda út tvo leiki. Þessir menn mæta samt örugglega af fullum krafti í kvöld. Dómararnir koma frá Tékklandi og eftirlitsmaðurinn er frá Grikklandi.
Haukasíðan mun uppfæra stöðuna í leiknum eins og oft og hægt er á meðan á leiknum stendur. Fylgist því með og sendið góða strauma til strákana. Leikurinn hefst kl. 19 að íslenskum tíma.

Strákarnir hita upp á sérstakri búningaæfingu í morgun

Gamlir landsliðsbúningar frá árinu 1989 voru dregnir fram frá ekki minni köppum en Gumma Gumm og Valda Gríms

Aron tilkynnir úrslitin í búningakeppninni

Beggi fékk verðlaun fyrir frumlegasta búninginn

Einar Örn fékk verðlaun fyrir áhugaverðasta búninginn

Aron ánægður með strákana

Mynd af strákunum á æfingu í gær prýddi forsíðu Noticias de La Rioja

Og inní blaðinu er opna um liðin

Viðtal við þjálfara Riojaliðsins, þýdd af Google translator frá spænsku yfir á ensku og verður því að taka með fyrirvara: http://translate.google.co.uk/translate?hl=en&sl=es&tl=en&u=http%3A%2F%2Fwww.rioja2.com%2Fn-58441-405-equipos_juegos_diferentes
Fréttir á larioja.com þýddar af Google translator og verður því að taka með fyrirvara: http://translate.google.co.uk/translate?hl=en&sl=es&tl=en&u=http%3A%2F%2Fwww.larioja.com%2Fv%2F20100220%2Fdeportes%2Fbalonmano%2Fnaturhouse-grita-europa-20100220.html%20

http://translate.google.co.uk/translate?hl=en&sl=es&tl=en&u=http%3A%2F%2Fwww.larioja.com%2Fv%2F20100218%2Fdeportes%2Fbalonmano%2Fllega-turno-haukar-20100218.html%20
Viðtal við Aron Kristjánsson á larioja.com þýdd af Google translator og verður því að taka með fyrirvara: http://translate.google.co.uk/translate?hl=en&sl=es&tl=en&u=http%3A%2F%2Fwww.larioja.com%2Fv%2F20100220%2Fdeportes%2Fbalonmano%2Fislandeses-siempre-salimos-ganar-20100220.html%20
Frétt á ABC.es þýdd af Google translator og verður því að taka með fyrirvara: http://translate.google.co.uk/translate?hl=en&sl=es&tl=en&u=http%3A%2F%2Fwww.abc.es%2Fagencias%2Fnoticia.asp%3Fnoticia%3D280810%26titulo%3DEl%2BNaturhouse%2Bquiere%2Brentabilizar%2Bel%2Bfactor%2Bcampo%2Bfrente%2Ba%2Bun%2Brival%2Bdif%25EDcil%20

Fréttirnar á spænsku:
http://www.rioja2.com/n-58441-405-equipos_juegos_diferentes
http://www.larioja.com/v/20100220/deportes/balonmano/islandeses-siempre-salimos-ganar-20100220.html
http://www.larioja.com/v/20100220/deportes/balonmano/naturhouse-grita-europa-20100220.html
http://www.larioja.com/v/20100218/deportes/balonmano/llega-turno-haukar-20100218.html
http://www.abc.es/agencias/noticia.asp?noticia=280810&titulo=El+Naturhouse+quiere+rentabilizar+el+factor+campo+frente+a+un+rival+dif%EDcil