Eimskip og HSÍ hafa skrifað undir samstarfssamning um að bikarkeppni HSÍ muni bera heitið Eimskipsbikarinn næstu þrjú árin. Samningurinn á við bikarkeppni karla og kvenna auk allra yngri flokka.
Á sama tíma var dregið í 16 liða úrslit karla og 8 liða úrslit kvenna. Í karlaflokki eigum við Haukamenn tvö lið og í kvennaflokki eitt lið. Haukar í karlaflokki mæta liði ÍR 2 á útivelli og Haukar 2 mæta liði Vals á heimavelli. Haukar í kvennaflokki mæta liði Stjörnunnar á útivelli og því um stórleik að ræða.
Allir leikir í Eimskipsbikar karla:
Afturelding 2 – Fram 2
Stjarnan – HK
ÍR 2 – Haukar
ÍR – Akureyri
Víkingur 2 – Þróttur Vogum
Fram – Afturelding
Víkingur – Grótta
Haukar 2 – Valur
Leikirnir fara fram 4. og 5. nóvember
Allir leikir í Eimskipsbikar kvenna:
Stjarnan – Haukar
Valur – Fram
Valur 2 – Fylkir
Grótta – HK
Leikirnir fara fram 13. og 14 nóvember.