Meistaraflokkur karla spilaði leik í 2. deildinni fimmtudaginn 7. júní en leikurinn var á móti Aftureldingu og var þá um algjöran toppslag því fyrir leikinn voru þessi lið jöfn í fyrsta sætinu með 7 stig eftir 3 leiki.
Byrjunarlið Hauka var þannig að Amir var í markinu, í vörninni voru Þóhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E, Edilon. Á miðjunni voru Kristján Ómar, Goran, Hilmar Geir og Úlfar en fremstir voru Ómar Karl og Hilmar Emils.
Í byrjun leiks voru Haukar mun sterkari en Afturelding áttu nokkur hættuleg upphlaup og skoruðu úr ein þeirra á 18. mínútu en þá fengu þeir aukaspyrnu á hægri kantinum, þeir gáfu háan bolta fyrir Amir fór út í boltann en missti af honum. Þá náði fyrirliði Aftureldingar Gunnar Rafn Borgþórsson boltanum og skoraði í autt markið. Eftir markið voru Haukar mun betri og á 28. mínútu átti Úlfar góða fyrirgjöf beint á Ómar Karl en skallinn frá honum fór framhjá.
Hilmar Geir fékk sendingu innfyrir á 35. mínútu hann lék á einn en skortið frá honum fer svo hátt yfir. Á 39. mínútu átti Kristján Ómar góða sendingu innfyrir á Hilmar Emils sem skallar boltanum yfir Ómar Örn Ólafsson sem stóð of framalega í markinu og staðan orðan 1 1. Á markamínútinni þeirri 43. átti Ómar Karl góðan skalla yfir. En mínútu síðar bætti hann um betur og skoraði þegar hann fékk fyrirgjöf frá Hilmari Emils sem hafði leikið á nokkra varnarmann Aftureldingar.
Í seinni hálfleik voru Haukar mun betri og á 52. mínútu fékk Goran upplagt færi en hann misnotar það. Á 73. mínútu kom 16. ára gutti inn á hjá Haukum í sínum fyrsta deildarleik fyrir meistaflokk Hauka en það er Ásgeir Þór Ingólfsson og útaf fór Úlfar. Hilmar Geir átti rosalegan sprett á 75. mínútu þar sem hann stakk varnarmenn Aftureldingar af en hann skaut boltanum frmhjá. 10. mínútum fyrir leikslok átti Hilmar Emils glæsilegan sprett upp hægri vænginn þar sem hann lék á ófáa varnarmenn Aftureldingar en skotið frá honum var ekki gott og fór beint á Ómar Örn Ólafsson markmann Aftureldingar.
Í þessum leik var spilamennska Hauka mjög massíf og góð þar sem allir börðust sem einn maður og voru mjög góðir bæði framm ávið og líka í vörninni og er því ekki hægt að velja einn sem mann leiksins. Vel ég því allt Haukaliðið inn á vellinum sem utan því gaman var að sjá hve magir lögðu leið sína í Mosfelsbæ til þess að styðja Hauka til sigurs enda var mikil stemnig á pöllunum þar sem ungir leikmenn Hauka voru með trommur og læti sem studdu vel við bakið á Haukamönnum.
Næsti leikur Hauka er í bikarnum þriðudaginn 12. júní á Ólafsvík kl. 20:00 þar sem leikið er við Víking Ó en þeir spila í 1. deild og gaman verður því að sjá hvernig Haukarnir standa sig í þeim leik. Næsti leikur Hauka í deildinni er á móti Hetti á Ásvöllum laugardaginn 16. júní klukkan 14:00. Áfram Haukar!!!