Einir á toppnum

Giedrius átti afmæli í gær, 26 ára, og stóð svo sannarlega fyrir sínuMeistaraflokkur karla í handbolta lék í gær gegn HK í Schenkerhöllinni í sjöundu umferð Olísdeildar karla. Haukamenn mættu grimmir til leiks og ætluðu ekki að láta gestina sækja stig í Fjörðinn. 

Gestirnir skoruðu þó fyrstu tvö mörkin en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru Haukarnir búnir að skora fimm mörk í röð og staðan orðin 5 -2. Haukar héldu áfram að vera yfir út hálfleikinn en staðan að honum loknum var 12 – 7. Síðasta markið í fyrri hálfleik gladdi áhorfendur en það kom upp úr glæsilegu spili sem endaði á að Matthías Árni skoraði rétt áður en flautað var til hálfleiks.
Sigur Hauka var aldrei í hættu í seinni hálfleik en mestur fór munurinn upp í 12 mörk í stöðunni 20 – 8 en þegar lokaflautið gall var niðurstaðan 8 marka sigur Hauka, 29 – 21.

Það eina sem hægt er að segja um þennan leik er að það var gott að fá tvö stig og það nokkuð örugglega og auðvitað það að Haukarnir eru nú einir á toppnum í bili. Sigurbergur var eins og svo oft áður markahæstur með 6 mörk en næstir honum voru Einar Pétur og Adam með 4 mörk. Giedrius varði mjög vel eða 17 skot og Einar Ólafur 3, en hann spilaði síðustu mínútur leiksins.

Næsti leikur Hauka er gegn Val í Schenkerhöllinni þann 14. nóvember kl. 20:00.

Áfram Haukar!

Einir á toppnum

Matti skartar þessari líka glæsilegu mottu (mynd:HAG-Visir.is)Haukar eru einir á toppnum eftir leiki gærkvöldsins í N1-deild karla í handbolta. Okkar menn unnu öruggan sigur á HK í Digranesi 26-20. Sigurinn var mjög öruggur eins og tölurnar gefa til kynna. Einungis var jafnræði með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins en eftir það höfðu okkar menn forystu á bilinu 3-6 mörk alllt til leiksloka. 

Markahæstu menn í liði Hauka voru Heimir Óli Heimisson með 6 mörk, Tjörvi Þorgeirsson gerði 5 og Stefán Rafn Sigurmannsson 4. Aron Rafn Eðvarðsson tók 18 bolta í markinu.

Eftir sigurinn í gærkvöld eru okkar menn einir á toppnum með 27 stig en FH-ingar, sem töpuðu í gærkvöld fyrir Akureyri, koma næstir með 25 stig, þar á eftir er Akureyri með 24 stig. Fram og HK eru svo jöfn í fjórða til fimmta sæti með 23 stig. Baráttan um efstu fjögur sætin (sem gefa sæti í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn) er sem sagt í algleymingi nú þegar tvær umferðir eru eftir að deildinni. Við Haukar erum eina liðið sem er öruggt í úrslitakeppnina og sigur á móti Aftureldingu í næstu umferð tryggir okkur í það minnsta úrslitaleik við FH um deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarinnar.

Einir á toppnum

Meistaraflokkur karla spilaði leik í 2. deildinni fimmtudaginn 7. júní en leikurinn var á móti Aftureldingu og var þá um algjöran toppslag því fyrir leikinn voru þessi lið jöfn í fyrsta sætinu með 7 stig eftir 3 leiki.

Byrjunarlið Hauka var þannig að Amir var í markinu, í vörninni voru Þóhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E, Edilon. Á miðjunni voru Kristján Ómar, Goran, Hilmar Geir og Úlfar en fremstir voru Ómar Karl og Hilmar Emils.

Í byrjun leiks voru Haukar mun sterkari en Afturelding áttu nokkur hættuleg upphlaup og skoruðu úr ein þeirra á 18. mínútu en þá fengu þeir aukaspyrnu á hægri kantinum, þeir gáfu háan bolta fyrir Amir fór út í boltann en missti af honum. Þá náði fyrirliði Aftureldingar Gunnar Rafn Borgþórsson boltanum og skoraði í autt markið. Eftir markið voru Haukar mun betri og á 28. mínútu átti Úlfar góða fyrirgjöf beint á Ómar Karl en skallinn frá honum fór framhjá.

Hilmar Geir fékk sendingu innfyrir á 35. mínútu hann lék á einn en skortið frá honum fer svo hátt yfir. Á 39. mínútu átti Kristján Ómar góða sendingu innfyrir á Hilmar Emils sem skallar boltanum yfir Ómar Örn Ólafsson sem stóð of framalega í markinu og staðan orðan 1 – 1. Á markamínútinni þeirri 43. átti Ómar Karl góðan skalla yfir. En mínútu síðar bætti hann um betur og skoraði þegar hann fékk fyrirgjöf frá Hilmari Emils sem hafði leikið á nokkra varnarmann Aftureldingar.

Í seinni hálfleik voru Haukar mun betri og á 52. mínútu fékk Goran upplagt færi en hann misnotar það. Á 73. mínútu kom 16. ára gutti inn á hjá Haukum í sínum fyrsta deildarleik fyrir meistaflokk Hauka en það er Ásgeir Þór Ingólfsson og útaf fór Úlfar. Hilmar Geir átti rosalegan sprett á 75. mínútu þar sem hann stakk varnarmenn Aftureldingar af en hann skaut boltanum frmhjá. 10. mínútum fyrir leikslok átti Hilmar Emils glæsilegan sprett upp hægri vænginn þar sem hann lék á ófáa varnarmenn Aftureldingar en skotið frá honum var ekki gott og fór beint á Ómar Örn Ólafsson markmann Aftureldingar.

Í þessum leik var spilamennska Hauka mjög massíf og góð þar sem allir börðust sem einn maður og voru mjög góðir bæði framm ávið og líka í vörninni og er því ekki hægt að velja einn sem mann leiksins. Vel ég því allt Haukaliðið inn á vellinum sem utan því gaman var að sjá hve magir lögðu leið sína í Mosfelsbæ til þess að styðja Hauka til sigurs enda var mikil stemnig á pöllunum þar sem ungir leikmenn Hauka voru með trommur og læti sem studdu vel við bakið á Haukamönnum.

Næsti leikur Hauka er í bikarnum þriðudaginn 12. júní á Ólafsvík kl. 20:00 þar sem leikið er við Víking Ó en þeir spila í 1. deild og gaman verður því að sjá hvernig Haukarnir standa sig í þeim leik. Næsti leikur Hauka í deildinni er á móti Hetti á Ásvöllum laugardaginn 16. júní klukkan 14:00. Áfram Haukar!!!