Adam Baumruk hefur verið valinn í 20 manna æfingahóp fyrir U20 ára landslið HSÍ sem mun æfa saman yfir jólin.
Adam hefur verið einn af lykilmönnum toppliðs Hauka í Olís deildinni og hefur sýnt það að hann á heima í þessu liði og má búast við að hann verði einn af lykilmönnum U20 ára liðsins.
Haukar óska Adam til hamingju með þennan árangur.