Elín Klara Þorkelsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu þriggja ára. Elín Klara sem verður 17 ára á árinu hefur komið vel inn í liðið eftir að deildin hófst á ný á þessu ári og er hún, þrátt fyrir ungan aldur, orðin mikvægur hluti af meistaraflokksliði Hauka.
Elín Klara bætist því í hóp ungra og efnilegra leikmanna sem eru samningsbundnir félaginu og ljóst er að meistaraflokkur kvenna verður vel mannaður á næsta tímabili en liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Olísdeildarinnar þetta tímabilið.
Elín Klara er í U-17 ára landsliði Íslands en hún er einn af efnilegustu leikmönnum landsins og binda Haukar mikilar vonir til Elínar á næstum árum.