Erfið helgi fyrir Hauka

Meistaraflokkar Hauka riðu ekki feitum hesti um helgina. Fjórir leikir, fjögur töp

Meistaraflokkur karla fengu Valsmenn í heimsókn á föstudaginn í fjórðu umferð 1. deildar karla og sigraði Valur 89-93.

Meistaraflokkur kvenna heimsótti Keflavík á laugardaginn í áttundu umferð Dominosdeildar kvenna þar sem Keflavík sigraði örugglega 82-68Myndasafn úr leiknum á karfan.is

Þetta var góð helgi fyrir Keflvíkinga gegn Haukum því að þeir sigruðu einnig örugglega 79-90, þegar þeir mættu í Schenkerhöllina í gær í fimmtu umferð Lengjubikars karla. Umfjöllun um leikinn á karfan.is

Til að kóróna helgina töpuðu svo Haukar B fyrir Stjörnunni B í gær 62-47 í Ásgarðinum.