Ert þú Haukur í horni?

 

Kæri stuðningsmaður,

Við í handboltanum erum þessa dagana í átaki til að fjölga meðlimum í stuðningsmannaklúbbnum okkar “Haukar í horni”. Við munum kynna starfið í okkar klúbbi á næstu heimaleikjum og taka á móti nýjum félögum. Skráningar geta nú verið rafrænar og eru aðgengilegar á heimasíðu Hauka og facebook síðum deildarinnar, “Haukar Topphandbolti”, “Haukar handbolti-yngri flokkar”

Við bjóðum sérstaklega velkomna í “Haukar í horni” foreldra okkar iðkenda í handbolta sem nú njóta sérkjara vegna ársgjalda barna sinna með skráningu í “Haukar í horni” handbolti.

Hvað er: “Haukar í horni” félagi. Gullfélagi:

  • Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna í handbolta. Gildir ekki á bikarleiki og oddaleiki í úrslitakeppni.
  • Merkt sæti í stúkunni eða “skófar” á svalagólfi.
  • Aðgangur að “Betri stofu” (VIP) á 2 hæð á leikdag þar sem þjálfarateymið leggur línurnarfyrir leik og léttar veitingar eru í boði.
  • Aðgang að frétta- og upplýsingasíðu “Haukar í horni Facebook”
  • Foreldrar iðkenda í handbolta fá 5% afslátt af æfingagjöldum barna sinna ef annað foreldrier meðlimur en 7% afslátt ef báðir foreldrar eru meðlimir.
  • Merkt stuðningsmannatreyja annað hvert ár.
  • Veitingar og matur þar sem þjálfarar og forystumenn handknattleiksdeildarinnar fara yfirstöðuna, einu sinni fyrir áramót og sama eftir áramót
  • Verð: 3.550.- á mánuði alla mánuði ársins fyrir einstakling en kr. 5.900.- fyrir hjón samatímabil. Silfurfélagi:
  • Ársmiði á alla deildarleiki Hauka í meistaraflokki karla og kvenna í handbolta. Gildir ekki á bikarleiki og oddaleiki í úrslitakeppni.
  • Aðgangur að “Betri stofu” (VIP) á 2 hæð á leikdag þar sem þjálfarateymið leggur línurnar fyrir leik og léttar veitingar eru í boði.
  • Aðgang að frétta- og upplýsingasíðu “Haukar í horni Facebook”
  • Foreldrar iðkenda í handbolta fá 5% afslátt af æfingagjöldum barna sinna ef annað foreldrier meðlimur, en 7% afslátt ef báðir foreldrar eru meðlimir.
  • Merkt stuðningsmannatreyja annað hvert ár.
  • Veitingar og matur þar sem þjálfarar og forystumenn handknattleiksdeildarinnar fara yfirstöðuna, einu sinni fyrir áramót og sama eftir áramót
  • Verð: 2.750.- á mánuði alla mánuði ársins fyrir einstakling en kr. 4.400.- fyrir hjón samatímabil.

Haukar í horni skírteinið þitt gildir einnig á heimaleiki í körfubolta og knattspyrnu hjá Haukum.

Hér er hægt að skrá sig í Hauka í horni