Ezell til Hauka

Íslandsmeistarar Hauka hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Iceland Express-deild kvenna en leikmaður að nafni Heather Ezell hefur skrifað undir samning við félagið.

Ezell sem kemur úr Iowa State háskólanum er bakvörður skoraði 11.7 stig tók 3.3 fráköst og gaf 3.5 stoðsendingar á síðustu leiktíð. Skólinn hennar datt úr í 8-liða úrslitum NCAA þegar liðið tapaði fyrir Stanford.

Mynd: Heather Ezell í baráttunni við fyrrv. leikmann Hauka Kiera Hardy

Það er ljóst að koma hennar mun styrkja Haukaliðið afar mikið.

Heimasíðan bíður hana velkomna í Hauka.