Fótboltastelpurnar eiga leik í kvöld

HaukarUndirbúningstímabilið í fótboltanum er farið á fullt og eiga stelpurnar okkar í Haukum heimaleik í kvöld kl.18:00. Andstæðingurinn er nýstofnað kvennalið Víkings frá Ólafsvík.

Lið þeirra Ólafsvíkinga er skipað stelpum víðsvegar af Snæfellsnesi og eftir því sem undirritaður kemst næst eru stelpur í liðinu frá Borgarnesi einnig. Stofnun þessa liðs er enn eitt skrefið í jákvæðri þróun kvennaknattspyrnunar á landinu og verður að sjálfsögðu vel tekið á móti þessu kornunga liði er þær mæta á Ásvelli í kvöld, en flestir leikmenn Víkings eru undir 19 ára aldri.

Um að gera fyrir Haukafólk og brottflutta af Snæfellsnesi að mæta á Ásvelli í kvöld kl.18:00 og sjá liðin leika listir sínar á iðagrænum Schenkervellinum.