Toppsætið í húfi í toppslag Olís deildarinnar.
Haukar fara í heimsókn í Kaplakrika í kvöld og etja kappi við FHinga. Ekki nóg með að þessar rimmur á milli þessa félaga eru ein besta skemmtun hvers tímabils í handboltanum heldur eru Haukar og FH í toppsætum Olís deildarinnar og má því búast við hörku viðureign í kvöld.
Haukar unnu fyrri leikinn í Schenkerhöllinni með 5 marka mun, 25-20 og ætla auðvitað að endurtaka leikinn í kvöld.
Nú fjölmenna Haukamenn á leikinn og hvetja strákana til sigurs í þessum mikilvæga leik.