Haukar og FH mættust í gær í Lengjubikar karla en leikið var í Kórnum í Kópavogi. Var þetta lokaleikur liðanna í Lengjubikarnum í á. Fyrir leikinn voru FH-ingar á toppnum með 12 stig en Haukar í næst neðsta sæti með fjögur stig.
Eftir hörkuleik höfðu svartir og hvítir sigur 5-2. FH komst í 3-0 áður en Haukar minnkuðu muninn með marki frá Guðjóni Lýðssyni úr vítaspyrnu og Gunnar Ásgeirsson skoraði síðasta mark leiksins þegar hann minnkaði muninn í 5-2.
Haukar enda í 5. sæti af sex liðum í A-4 riðlinum í Lengjubikarnum og komast ekki í 8-liða úrslit.
Hægt er að lesa um leikinn hér á fótbolta.net
Lokastaðan í Lengjubikarnum
Mynd: Haukastrákar töpuðu í Kórnum – stefan@haukar.is