Eftir sárt tap gegn FH á heimavelli fyrr í vetur var komið að tækifærinu til að jafna metin, vinna þá á þeirra heimavelli.
Frá fyrstu mínútu stefndi í hörkuleik og á 18. mínútu fyrri hálfleiks setti Birkir Ívar gjörsamlega í lás í markinu og skoruðu FH-ingar ekki næstu 18 mínúturnar eða svo.
Staðan í hálfleik því 8-13 fyrir Hauka. FH ingar mættu sterkir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu fljótt muninn í 4 mörk en nær komust þeir ekki, Birkir hélt áfram að verja eins og berserkur og niðurstaðan 9 marka stórsigur, 16-25.
Markahæstur í liði Hauka var stórskyttan Þórður Rafn Guðmundsson með 8 mörk, næstir komu hornamennirnir Freyr Brynjarsson og Guðmundur Árni Ólafsson með 5 mörk hvor. Birkir Ívar Guðmundsson skrifast svo líklega maður leiksins með hvorki meira né minna en 20 skot varin sem hljóðar upp á 55.55% markvörslu. Geri aðrir betur!
Áfram Haukar!