Mikið er um að vera hjá stelpunum okkar í körfunni en fjórir efstu flokkar Hauka eru nú komnir í úrlit bikarkeppna. Um síðustu helgi vann m.fl. kvenna bikarinn með glæsibrag í Laugardalshöll. Um næstu helgi í Njarðvík munu þrír flokkar Hauka, 10.flokkur, stúlkna- og unglingaflokkur kvenna spila til úrslita í bikarkeppni og vonandi endurtaka leikinn frá liðinni helgi.
Í gær var tilkynnt um val á fimm leikmönnum Hauka í landslið til keppni á næsta norðurlandamóti sem haldið verður í Svíþjóð.
Í U-16 landlið kvenna voru valdar Margrét Rósa Hálfdánardóttir og Lovísa Henningsdóttir og í U-18 landslið kvenna voru Auður Ólafsdóttir, Dagbjört Samúelsdóttir og Rannveig Ólafsdóttir valdar
Þessir leikmenn eru allir í meistaraflokkshópnum sem varð bikarmeistari um síðustu helgi og eiga því allir möguleika á að verða margfaldir bikarmeistarar um næstu helgi.
Framtíð okkar Haukamanna er því björt með allan þennan efnivið innan okkar raða.
Samúel Guðmundsson,
form. kkd. Hauka.