Firma- og hópakeppni Hauka 2009

Haukar

Firma- og hópakeppni Hauka verður að þessu sinni haldin laugardaginn 11. apríl 2009.

Leikið verður á Ásvöllum, á tveim löglegum körfuboltavöllum samtímis, fyrir utan úrslitaleikinn sem verður leikinn á aðalvellinum.

Leikið verður að mestu eftir venjulegum körfuboltareglum, nema leikurinn verður 2 X 12 mínútur, og klukkan aðeins stöðvuð síðustu 2 mínúturnar í leiknum. Til að tefja leikinn sem minnst í vítaskotum verður aðeins tekið eitt skot, sem gildir 1, 2 eða 3 stig eftir atvikum. Tveir dómarar (leikmenn meistaflokks Hauka) verða á hverjum leik og lögleg leikklukka á báðum völlum.

Mótið er eingöngu ætlað leikmönnum 20 ára og eldri og ekki heimilt að hafa leikmenn úr 1. deild eða Iceland Expressdeild í liðunum. 

Þátttökugjald er kr. 20.000.- fyrir hvert lið,  Innifalið í gjaldinu eru veglegar veitingar í boði fyrir keppnisliðin.

 

Sigurvegarar fá bikar í verðlaun og gullverðlaunapeninga.

 

Þátttökutilkynningar berist sem fyrst til undirritaðra.

Ívar Ásgrímsson
ivar@fasteignastofan.is
Sími: 8612928

 

Pétur Ingvarsson
peturi@hotmail.com

Sími: 8977979