KSÍ er með úrtaksæfingar um helgina fyrir U16, U17 og U19 kvenna. Haukar eiga fjóra fulltrúa í liðunum.
Í U16 eru þær Hildur Hrönn Orradóttir og Karen Sif Jónsdóttir fulltrúar Hauka. Verður æft í Kórnum og Egilsshöll.
Í U17 eru þær Kristín Ösp Sigurðardóttir og Margrét Sif Magnúsdóttir fulltrúar Hauka. Æfa þær einnig í Kórnum og Egilsshöll.