Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, tilkynnti 12 manna lið sitt sem heldur til Sviss á föstudag til að etja kappi við heimamenn í Evrópukeppninni.
Þær Guðrún Ámundadóttir, Helena Sverrisdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Telma Fjalarsdóttir eru allar í liðinu. Telma er einn af tveimur nýliðum í liðinu.
Mynd: Telma Fjalarsdóttir spilar sínu fyrstu landsleiki um helgina – emil@haukar.is
Íslenska liðið spilar fimm leiki á tveggja vikna tímabili en þetta er seinni hluti B-deildar Evrópukeppninnar sem hófst síðastliðið haust.
Fyrsti heimaleikur liðsins er næstkomandi miðvikudag á Ásvöllum gegn Hollandi en liðið leikur þrjá heimaleiki og fara tveir þeirra fram á Ásvöllum.
Allt liðið:
Signý Hermannsdóttir(fyrirliði) · KR · 56 landsleikir
Hafrún Hálfdanardóttir · Hamar · Nýliði
Bryndís Guðmundsson · Keflavík · 19 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir · Haukar · 12 landsleikir
Guðrún Ósk Ámundadóttir · Haukar · 4 landsleikir
Telma Björk Fjalarsdóttir · Haukar · Nýliði
Hildur Sigurðardóttir · KR · 61 landsleikur
Birna Valgarðsdóttir · Keflavík · 71 landsleikur
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Hamar · 15 landsleikir
Kristrún Sigurjónsdóttir · Hamar · 20 landsleikir
Helena Sverrisdóttir(varafyrirliði) · TCU/Haukar · 25 landsleikir
María Ben Erlingsdóttir · UPTA/Keflavík · 29 landsleikir