Á mánudaginn næstkomandi munu þau, Linda Rós Þorláksdóttir, Dagbjört Agnarsdóttir, Ómar Karl Sigurðsson og Albert Högni Arason fara til Noregs en þau öll hafa skrifað undir samning við norsk félagslið og munu spila með þeim næsta sumar.
Linda Rós og Albert Högni gengu til liðs við Hauka nú í vetur, Linda Rós frá Keflavík og Albert Högni frá Njarðvík en nú er orðið ljóst að þau munu ekkert spila með Haukum næsta sumar. Bæði hafa þau áður spilað með Haukum og er Linda Rós til að mynda uppalin hjá Haukum og svo var Albert fyrirliði Hauka fyrir nokkrum árum.
Dagbjört og Ómar Karl sem hafa leikið með Haukum frá unga aldri munu einnig fara til Noregs.
Albert og Ómar Karl munu fara til norska 2.deildarliðsins MK, en Dagbjört og Linda fara til FK Donn en það lið leikur í 1.deildinni og er staðsett í Kristianstad.
Þetta eru að sjálfsögðu slæmar fréttir fyrir Hauka en við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis og vonum að þau eigi eftir að láta vel til sín taka í norska boltanum.
Mynd: Albert Högni Arason er á leiðinni í norsku 2.deildina.