Fjórir ungir og efnilegir leikmenn úr röðum yngri flokka Hauka í handbolta voru valdir í 30 manna landsliðshóp U-16 ára sem spilar á móti A-landsliði kvenna helgina 6.-7. desember í Mýrinni, Garðabæ.
Strákarnir eru:
Andri Scheving
Einar Ólafur Valdimarsson
Jóakim Jóhannsson
Kristinn Pétursson
Leikirnir fara fram á föstudaginn kl. 19:00 og laugardag kl. 13:30. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með árangurinn.