Suðkrækingar koma í heimsókn í Schenker-höllina í kvöld þegar Haukar og spútniklið Tindastóls takast á í Domino’s deild karla. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Stólarnir hafa farið vel af stað í deildinni í vetur og aðeins tapað einum leik í deildinni en liðið kom upp í Úrvalsdeild á ný fyrir leiktíðina.
Haukar fóru vel af stað og unnu fyrstu fjóra leiki sína en þá kom örlítill lægð í liðið og næstu þrír leikir þar á eftir töpuðust. Liðið hefur hins vegar sigrað síðustu tvo og eru komnir aftur á sigurbraut og halda henni vonandi áfram í kvöld. Leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 en frá 18:30 verður grillið heitt og hægt að grípa sér rjúkandi borgara.
Í ljósi þess að þetta er síðasti heimaleikur Hauka á þessu ári ætlar Fjarðarkaup að bjóða stuðningsmönnum á leikinn og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Nú er bara að sjá hvort leikur kvöldsins verði naglbítur að bestu gerð en síðustu tveir sigrar Hauka í deildinni hafa unnist með aðeins einu stigi.
ÁFRAM HAUKAR.