Körfuknattleiksdeild Hauka hefur loks klárað að ganga frá félagaskiptum við fjóra nýja leikmenn fyrir komandi tímabil í Dominos deild karla. Allir hafa þeir þó æft í nokkurn tíma með liðinu og hafa komið vel inní liðið á undirbúningstímabilinu.
Breki Gylfason kemur frá Breiðablik og er rúmlega 2ja metra framherji og var einn af lykilmönnum í U20 ára landsliði KKÍ sem vann sér rétt á að spila í A deild evrópukeppninnar á næsta ári. Breki er ungur og mjög efnilegur leikmaður og hefur verið að spila stórt hlutverk í haustleikjunum. Fyrir hittir Breki þá Hjálmar og Kristján Leif sem báðir hafa verið að spila stór hlutverk í U20 ára liðinu. Kristján Leifur er að koma til baka úr meiðslum og er ætlunin að Breki og Kristján sjáu um framherjastöður Hauka liðsins ásamt hinum reynslumikla Finn Atla.
Snjólfur Björnsson kemur einnig úr Breiðablik en er upprunalega Hólmari og hefur þvi nokkra reynslu af þvi að spila í efstu deild. Snjólfur er gríðarlega öflugur varnarmaður og spilar sem bakvörður.
Steinar Aronsson er kominn aftur heim eftir ársdvöl hjá ÍA þar sem hann spilaði mjög vel, en Steinar er bakvörður.
Aaron Brown er nýr erlendur leikmaður og mun hann geta leyst stöður 2-4 á vellinum og kemur í stað Brandon Mobley.
Haukar bjóða þessa flottu leikmenn velkomna á Ásvelli en fyrsti leikur er á föstudaginn 7. okt. kl. 20:00 á Ásvöllum.