Hauka stúlkur heimsóttu Val í Vodafonehöllina í gærkvöldi í 24. umferð Dominosdeildar kvenna. Þetta var leikur sem átti að hafa verið leikinn seinastliðinn Miðvikudag en þurfti að fresta sökum veðurs.
Í upphafi leiks skiptust liðin á að eiga góða leikkafla og svo kom tími þar sem allt var hníf jafnt. Haukar áttu svo glæsilegan lokasprett, leiddan af Margréti Rósu, og yfirspiluðu Val 10-2 og fögnuðu því glæsilegum 69-78 sigri.
Haukar eru því ekki tilbúnar að gefa eftir sæti í úrslitakeppninni og stefnir í spennandi báráttu við Val um fjórða sætið í deildinni. Valur er eins og staðan er núna með 26 stig á meðan að Haukar eru rétt á eftir með 24 stig.
Ef mér skjátlast ekki þá eru Haukar komnar yfir Val í innbirgðis úrslitum. Bæði liðin sigruðu tvo leiki í vetur en Haukar eru með +19 í stigaskori eftir þær viðureignir.
Seinustu þrír leikirnir verða því allir gríðarlega mikilvægir. Fyrstur á dagskrá verður Fjölnir núna á miðvikudaginn svo heimaleikur á móti KR og að lokum útileikur á móti Grindavík. Við munum einnig fylgjast spennt með gengi Vals en þær eiga suðurnesjaliðin þrjú eftir.
Undirritaður hefur ekki áhyggjur af því að stuðningsmenn Hauka muni láta sig vanta á seinustu leikina því að Haukar áttu um 60% áhorfenda í Vofafonehöllinni í gærkvöldi.
Nánari umfjöllun um leikinn á Karfan.is