Flottur sigur og sárt tap í bikarleikjum hjá yngri flokkum Hauka í gærkvöldi

Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum (2. flokkur) framlengingu í bikar með frábæru marki.Í gærkvöldi spiluðu Haukar tvo hörkuleiki í bikarkeppninni í handbolta yngri flokka. Stelpurnar í 3. flokki fengu lið FH í heimsókn á Ásvelli. Haukar leiddu allan leikinn en gáfu eftir á síðustu mínútunum og FH náði að stela sigrinum. Um þann leik má einfaldlega segja að það er ekki nóg að vera yfir í 58 mínútur af leiknum.
Í 2. flokki karla tóku Haukar á móti sterku liði Fram og fór sá leikur fram í Strandgötunni. Haukarnir byrjuðu virkilega vel og náðu mest 6 marka
forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 20 – 16 fyrir Hauka. Í seinni hálfleik komu Framarar mun betur stemmdir til leiks og náðu að saxa á forskot Haukamanna og komust yfir undir lok leiksins. Þegar um það bil 30 sekúndur voru eftir náðu Haukar boltanum einum manni færri og einu marki undir, fengu fríkast þegar 2 sekúndur voru eftir. Stillt var upp fyrir Tjörva sem smellti honum beint í markið og framlenging var staðreynd, góður Tjörvi 🙂

Framlengingin byrjaði ekki vel, Haukar voru manni færri og lentu tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik sýndu þeir mikinn karakter og fengu ekki á sig mark en skoruðu 2 og staðan því 34 – 34 og ljóst að það þurfti að framlengja aftur. Í seinni framlengingunni var mikil spenna og mikið af mistökum en markverðir liðanna sýndu oft frábæra takta. En leikar fóru að lokum þannig að Haukar innbyrtu eins marks sigur 37-36.

Það má sannarlega hrósa drengjunum fyrir mikla baráttu og karakter í leik sem bauð upp á allt sem góðir bikarleikir eiga að hafa, spennu, drama, flott tilþrif og tvær framlengingar 🙂

Mörk HAUKA:
Guðmundur Árni 9 (3víti), Einar Pétur 8, Tjörvi 6, Adam 6,
Jónas 5, Stefán Rafn 3, Heimir Óli 1.
Stefán Huldar varði 22 skot og Einar Ólafur 2.
Utan vallar 14 mín. Stefán Rafn rautt eftir 3 brottvísanir á 35 mín.
 
Mörk Fram:
Matthías 10(5víti), Róbert 10, Elías 6, Ármann 5, Atli 2,
Arnar 2, Bjarki 1, Arnar Frey 1.
Utan vallar 6 mín. Bjarki beint rautt á 36 mín.