Fræðslufundur Almenningsíþróttadeildar Hauka

Síðast liðinn miðvikudag 5. nóvember var haldinn fyrsti fræðslufundur Almenningsíþróttadeildar Hauka. Á þriðja tug félaga mætti til að hlýða á Sigurð Pétur Sigmundsson maraþonhlaupara. Að loknum áhugaverðum fyrirlestri tók Sigurður Pétur létta skokkæfingu með hópnum, auk þess sem hann fór yfir teygjur og styrktaræfingar sem hann leggur sérstakar áherlsur á fyrir fólk sem leggur stund á skokk og hlaup. Góður rómur var að fræðslufundinum og vert er að geta þess að það kom Sigurði Pétir skemmtilega á óvart fjöldinn sem mætti á fundinn og rómaði hann mikinn áhuga hópsins. Sigurði Pétri eru færðar sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til Almenningsíþróttadeildar Hauka.