Fræðslukvöld Almenningsíþróttadeildar Hauka
Fimmtudaginn 19. feb. kl. 20:00
Ingólfur Geir Gissurarson, er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð 1962, hann ólst upp á Akranesi frá 4.ára aldri. Er stúdent, menntaður Íþróttakennari og löggiltur Fasteignasali. Ingólfur hefur unnið við fasteignasölu frá 1989 og starfar hjá fasteignasölunni Valhöll í Reykjavík.
8.ára hóf Ingólfur að stunda sund af krafti á Akranesi og komst í allra fremstu röð, varð margfaldur Íslandsmeistari á árunum kringum 1980, setti alls 19 íslandsmet og var valin sundmaður ársins á Íslandi 1981. Á 10 áratug síðustu aldar fór Ingólfur að stunda langhlaup af krafti og hefur lokið alls 24 maraþonhlaupum og varð 5 sinnum Íslandsmeistari í maraþonhlaupi á árunum 1995 – 2001.
Alla tíð hafa þó fjallgöngur heillað og verið stundaðar inná milli. Árið 2007 fór Ingólfur á Mount Elbrus í Rúslandi sem er hæðsta fjall Evrópu 5650 metrar. Árið 2009 og 2011 var farið á fjallið Aconcagua (sagt á ísl: Akon-gagúa) í Argentínu, sem er hæðsta fjall Suður Ameríku 6960 metrar, það fjall er oft nefnt Everest áhugamannsins og er hæðsta fjall heims fyrir utan Himalayja fjallgarðinn.
21.maí 2013 náði Ingólfur svo tindi Mount Everest, hæðsta fjalli heims 8848 metrar og varð þar með elsti Íslendingurinn, hingað til, til að ná tindinum 50 ára og fyrsti Íslenski Afin.
Ingólfur er giftur Margréti Björk Svavarsdóttur og eiga þau þrjár dætur og tvö barnabörn.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
kv
Anton M