Fram deildarbikarmeistari 2008

Kári Kristján KristjánssonFram eru deildarbikarmeistarar karla eftir sigur á Haukum. Framarar voru betra liðið í leiknum frá fyrstu mínútu og léku Haukar vægast sagt skelfilega nánast allan leikinn og lýsir sá kafli þegar Haukar léku þremur mönnum fleiri en töpuðu kaflanum 2 – 1 leiknum best.

 

Framarar eru deildarbikarmeistarar 2008 eftir sigur á Haukum 35 – 29!! Til hamingju Framarar. 

Framarar byrjaðir að fagna á pöllunum og syngja sigursöngva. Haukar í sókn og hálf mínúta til leiksloka. 

Kári minnkar lagar stöðuna örlítið og þegar ein mínúta er til leiksloka er staðan 35 – 28. 

35 – 27 og tvær mínútur til leiksloka. Framarar eru verðskuldaðir sigurvegarar deildarbikarsins 2008. 

Þrjár mínútur rúmar til leiksloka og staðan 34 – 27. 

Fimm mínútur til leiksloka og Fram með sjö marka forskot, 33 – 26. Framarar komnir með aðra höndina og vel það á bikarinn. 

Framarar skora tvö mörk á móti einu á meðan þeir eru þremur mönnum færri. Munurinn sex mörk, 31 – 25. Ótrúlegt!! 

Einar Örn minkar muninn í fimm mörk. 29 – 24. 

Haraldur Þorvarðarson lætur einnig í sér heyra og fær að launum einnig tveggja mínútna brottvísun. Framarar verða því þremur mönnum færri næstu tvær mínúturnar. 

Andri Berg Haraldsson fær nú tveggja mínútna brottvísun og Viggó lætur vel í sér heyra á bekknum og fær einnig tveggja mínútna brottvísun. Því leika Framarar tveimur mönnum færri næstu tvær mínúturnar. 

Einar Örn skorar sitt fimmta mark og munurinn orðinn 6 mörk. Enn er von þar sem 9 mínútur eru eftir. Haukamenn hafa verið sprækir síðustu mínútur en betur má ef duga skal. 

Freyr Brynjarsson minnkar muninn í 7 mörk, 28 – 21 þegar 12 mínútur eru til leiksloka. 

Munurinn hefur ekki verið minni lengi. Gísli Jón minnkar muninn í 8 mörk, 28 – 20. Haukamenn örlítið að vakna til lífsins en sennilega allt of seint.  

Freyr minnkar muninn í 18 – 27 með sínu öðru marki. Tæpar 14 mínútur til leiksloka og Framarar manni færri næstu 40 sekúndurnar. 

Framarar eru nú komnir 11 mörkum yfir. Staðan orðin 26 – 15 og sextán og hálf mínútu til leiksloka. 

Gísli Jón minnkar muninn í 9 mörk. Staðan orðin 15 – 24. Haukar taka nú tvo leikmenn Fram úr umferð, Andra Berg og Rúnar Kárason. 

Gísli Guðmundsson er kominn í mark Haukamanna þegar níu mínútur eru liðnar af síðari hálfleik.  

Sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik og staðan 23 – 14. Einar Örn Jónsson skoraði sitt fjórða mark, öll úr vítum.

Aftur er munurinn orðinn 10 mörk, 22 – 12. Haukafólk er hreinlega orðlaust yfir spilamennsku sinna manna!

Staðan er orðin 20 – 10 Fram í vil og 3 mínútur liðnar af síðari hálfleik. 

Það eru Framarar sem skora fyrsta mark síðari hálfleiksins eftir einnar og hálfrar mínútu sókn. Haukar eru manni færri þar sem Frey Brynjarssyni var vísað af velli í tvær mínútur.  

Þá hafa Anton Pálsson og Hlynur Leifsson flautað leikinn á að nýju og eru það Framarar sem hefja leikinn. Það er alveg á hreinu að Haukafólk vill að sínir menn sýni þeim betri leik en í fyrri hálfleik. 

Nú er búið að flauta til hálfleiks í Höllinni og er staðan 18 – 9 Fram í vil. Hreint út sagt ótrúlegar tölur og alveg á hreinu að Aron lætur sína menn heyra það í leikhléinu.

Enn auka Framarar muninn og er staðan nú 16 – 7 þegar 26 mínútur eru liðnar. Haukamenn spila mjög slakan handbolta og Framarar mikið betri.

23 mínútur eru liðnar og staðan 14 – 7. 

Tuttugu mínútur eru liðnar af leiknum og staðan er nú 12 – 7, Fram í vil.  

16 mínútur eru liðnar af leiknum og Fram ennþá með góða forystu 12 – 5. Haukamenn eru að leika mjög slaka sókn en Birkir Ívar virðist vera að vakna í markinu og hefur varið 4 skot á stuttum tíma.

Magnús Erlendsson fer á kostum í marki Fram og ver hvert skotið á fætur öðru. Haukamenn eru vægast sagt mjög slakir og staðan orðin 4- 11 þegar 14 mínútur eru liðnar. 

Aron tekur leikhlé þegar 11 mínútur eru liðnar og er síður en svo sáttur við spilamennsku sinna manna. 

Nú eru tíu mínútur liðnar af leiknum og Fram ennþá með forystuna. Staðan er 8 – 4 en lítil sem engin markvarlsa hefur verið í leiknum. Sóknarleikur Hauka er ekki eins og best verður á kostið og markvarslan lítil. 

Fimm mínútur eru liðnar af leiknum og staðan er 4 – 2 Fram í vil. Haukar komust í 1 – 0 og 2 – 1 en Fram komst fyrst yfir í stöðunni 3 – 2. 

Leikurinn er nú hafinn, Arnar Jón skoraði fyrsta mark leiksins en Fram náði að jafna.