Á morgun, fimmtudag, er komið að næsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta í Olísdeildinni þegar ungt lið Fram kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30 en leikurinn er í 5. umferð deildarinnar.
Haukamenn hafa ekki byrjað tímabilið eins og vænst hefur en aðeins einn sigur hefur náðst úr þeim fjórum leikjum sem búnir eru en það var gegn Selfoss og situr liðið í 9. sæti. Framarar hafa byrjað tímabilið svipað og Haukar en þeir eru með 3 stig úr leikjunum 4 sem búnir eru en þeir gerðu jaftefli við ÍBV og unnu svo Selfoss í síðasta leik. Það má þó geta þess að Fram tefnir nánast fram nýju liði í vetur eftir að margir leikmenn liðsins fóru frá liðinu í sumar og í staðin hafa ungir og efnilegir Framarar tekið við keflinu og helst ber að nefna hinn 16 ára gamla Viktor Gísla Hallgrímsson en hann er 2 metra hár markmaður sem hefur farið á kostum markinu og hefur hann átti stóran þátt í þeim stigum sem Framliðið hefur fengið í vetur.
Haukamenn verða því að vera betri í skotum sínum á markið en í síðasta leik þar sem sóknarleikurinn varð þeim að falli ef þeir vilja komast aftur á sigurbraut. Þá er má því búast við flottum handboltaleik á morgun, fimmtudag, í Schenkerhöllinni kl. 19.30 og um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna. Áfram Haukar!