Frestaði leikurinn fer fram í kvöld

 

Emil og félagar fara upp á Skaga í kvöldFrestuðum leik ÍA og Hauka í 1. deild karla í körfuknattleik fer fram í kvöld upp á Skaga en þessum leik var frestað vegna veðurs þann 2. nóvember síðastliðin.

Haukar eru í 4. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fimm leiki og geta minnkað bilið milli sína Hattar sem situr í 3. sæti með 10 stig en Höttur hefur leikið einum leik meira en Haukaliðið. Valur og Hamar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

ÍA situr á botni deildarinnar með ekkert stig og þyrstir í sigur en þeir voru í baráttunni við Skallagrím á síðustu leiktíð um að tryggja sér sæti í efstu deild.

Leikurinn hefst kl. 19:00 og fer fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum.