Haukar unnu sinn áttunda Íslandsmeistaratitil í fyrradag þegar þeir báru sigur á Val í fjórum leikjum í úrslitum N1-deildar karla.
Þar með skjótast Haukar upp fyrir Víkinga á lista yfir flesta Íslandsmeistaratitla en fyrir tímabilið voru bæði félög með sjö sigurár að baki.
Þeir rauðu er nú fjórða sigursælasta handknattleikslið landsins en aðeins Valur, FH og Fram hafa unnið til fleiri titla.
Haukar hafa verið afar sigursælir undanfarin ár og unnið sjö Íslandsmeistaratitla á síðustu 10 árum og hefur fyrsti áratugur 21. aldarinnar verið nánast eign Hauka.
Ekki er nú langt í næsta lið á listanum en Framarar sem eru í 3. sæti eru með níu titla.
Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn árið 1940 og unnu Haukar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil fljótlega í meistaraflokki karla en það var árið 1943. Nokkur lægð kom á titlasöfnun meistaraflokks karla þangað til vorið 2000 þegar Haukar unnu sinn annan titil og síðan þá hefur liðið verið nánast óstöðvandi og númer átta var að koma í hús.
Heimasíðan óskar strákunum og öllum Haukafólki til hamingju.
Flestir titlar:
1. Valur 21
2. FH 15
3. Fram 9
4. Haukar 8
5. Víkingur 7
6. Ármann 5
7. KA 2
8. ÍR 1
9. KR 1
10. Afturelding 1
Mynd: Íslandsmeistarar Hauka 2009 – Friðrik S. Einarsson/handbolti.is