Fyrsti æfingaleikur vetrarins á laugardaginn

HaukarNæstkomandi laugardag, 24.nóvember mun meistaraflokkur karla í knattspyrnu leika sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu.

Leikurinn fer fram í Kórnum og leikið verður við Pepsi-deildarlið Stjörnunnar. Hefst leikurinn klukkan 12:00.

Liðið er mikið breytt frá síðasta tímabili, nokkrir menn hafa horfið á braut og enn fleiri hafa gengið til liðs við Hauka. Næstkomandi laugardaga munu strákarnir leika æfingaleiki og munum við reyna eftir bestu getu að birta fréttir um hvenær og hvar þeir eru, með góðum fyrirvara.

 

Liðið hefur nú æft í rúmar tvær vikur og æfir liðið fjórum sinnum í viku og samkvæmt heimildarmanni er stemningin góð í hópnum og mikil tilhlökkun fyrir fyrsta æfingaleiknum. Mikill fjöldi er að æfa með meistaraflokknum eins og gengur og gerist á þessum árstíma og á laugardaginn má búast við því að nokkrir nýliðar munu leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka.

 

Næsti leikur:
Dagsetning: Laugardagurinn, 24.nóvember
Tímasetning: 12.00
Lið: Stjarnan – Haukar
Staðsetning: Kórinn