Fyrsti leikur hjá deildarmeisturum Hauka í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla fer fram á morgun, föstudaginn 16. mars kl. 19:15 í Schenkerhöllinni, er Keflvíkingar koma í heimsókn.
Búist er við hörku viðureign og því skiptir stuðningur áhorfenda gríðarlega miklu máli. Úrslitakeppnin í körfunni hefur verið gríðarlega skemmtun og mikil stemmning á þessum leikjum og ekki er þessi viðureign af verri endanum. Þessi lið hafa oft háð harða baráttu og því má búast við miklum slagsmálaleikjum. Keflvíkingar enduðu í 8 sæti í deildinni en liðið hefur kannski ekki sýnt hvað í því býr í deildinni og má búast við því að þeir vilji sanna sig í þessum leikjum á móti deildarmeisturunum.
Haukarnir hafa verið að spila vel í allan vetur og hafa verið nokkuð stöðugir. Liðið er vel mannað og er með einu bestu breidd af öllum liðum í deildinni. Það hafa verið að spila um 10 leikmenn í flestum leikjum og hafa allir skilað góðu hlutverki. Það er ljóst að Haukarnir þurfa að koma vel stemmdir til leiks og vera tilbúnir í hörku baráttu í þessu einvígi.
Stuðningur af pöllunum mun skipta sköpum og því hvetjum við Hafnfirðinga og allt Haukafólk til að mæta á völlinn og styðja strákana áfram.