Fyrsti leikur tímabilsins í kvöld

HaukarÍ kvöld,  9.maí, hefst keppnistímabilið hjá meistaraflokki karla þegar fyrsta umferðin í Valitor-bikarnum, gamli Visa-bikarinn fer fram. Haukar mæta þá liði Gróttu á gervigrasvelli þeirra Gróttumanna, á Seltjarnarnesi. Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Bæði lið leika í 1.deildinni og í spá þjálfara og fyrirliða í 1.deildinni sem birt er á Fótbolti.net er Gróttu spáð neðsta sæti deildarinnar og þar með falli úr deildinni. 

Haukaliðið hefur misst marga leikmenn frá því á síðasta tímabili og einnig hafa orðið þjálfara skipti á liðinu. Það er samt sem áður spennandi sumar framundan hjá liðinu sem ætlar sér stóra hluti í sumar og góð byrjun á því væri að komast áfram í næstu umferð í bikarnum.

 Við hvetjum því Haukara að fjölmenna á Seltjarnarnesið á mánudaginn og byrja tímabilið á góðu nótunum. 

Áfram Haukar!