Það voru Hilmarnir tveir í liði Hauka sem sáu um að skora mörk Hauka gegn KA í 4.umferð 1.deildar karla í dag. Haukar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KA 2-0 með mörkum snemma í fyrri hálfleik.
Haukar hafa þar með unnið alla fjóra úti leiki sína á tímabilinu, þrjá í deild og einn í bikar sem verður að teljast nokkuð gott.
Fyrsta mark Hauka skoraði Hilmar Rafn Emilsson eftir aukaspyrnu og síðan bætti fyrirliðinn, Hilmar Trausti Arnarsson við öðru marki Hauka úr vítaspyrnu á 20.mínútu leiksins.
Byrjunarlið Hauka: Daði Lárusson – Jónas Bjarnason, Benis Krasniqi, Kristján Ómar Björnsson, Grétar Atli Grétarsson – Aron Freyr Eiríksson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Úlfar Hrafn Pálsson – Björgvin Stefánsson – Hilmar Rafn Emilsson.
Varamannabekkur Hauka: Þórir Guðnason, Enok Eiðsson, Þór Steinar Ólafs., Aron Jóhannsson, Ísak Örn Einarsson, Daníel Einarsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
Næsti leikur Hauka er á heimavelli næstkomandi þriðjudag gegn Fjölni en sá leikur hefst klukkan 19:00. Um er að ræða mjög mikilvægan leik fyrir bæði lið en bæði lið stefna á að vera í baráttu um að komast upp í Pepsi-deildina. Það er því búist við hörkuleik á Ásvöllum á þriðjudaginn og hvetjum við alla Haukara til að fjölmenna á leikinn.