Haukar unnu góðan sigur á Ármanni í gærkvöldi og tryggja stöðu sína í efri hluta 1. deildarinnar.
Sigur Hauka var aldrei í hættu og aðeins spurning hversu stór hann yrði. Ármenningar sýndu góða takta í seinni hálfleik og þar fór gamli Haukaleikmaðurinn Halldór Kristmannsson á kostum og setti niður sex þrista í níu tilraunum.
Að lokum höfðu Haukar sigur 99-80.
Stigahæstur hjá Haukum var Semaj Inge með 34 stig og Helgi Einarsson setti 14.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is