Á Ásvöllum í gærkvöldi var leikið í undanúrslitum í 2. flokki karla í handbolta þegar Haukastrákarnir fengu lið Selfoss í heimsókn. Stillt var upp eins og um meistaraflokks leik væri að ræða og var fín mæting og góð stemmning á leiknum.
Haukar fór hægt af stað en náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og var staðan í hálfleik 16-11 Haukum í vil. Í síðari hálfleik virkuðu Haukar á köflum ráðlausir og misstu niður forskot sitt þannig að það munaði um tíma bara einu marki. En með ágætum lokakafla náðu strákarnir að landa nokkuð öruggum sigri 29-25.
Haukar lékur á köflum flottan handbolta og góða vörn en tveir leikmenn stóðu upp úr annars jöfnu lið og það voru Guðmundur Árni Ólafsson sem skoraði 12 mörk og Stefán Huldar sem varði 20 skot í marki Hauka.
Við skorum á alla að mæta í Víkina laugardaginn 7. maí n.k. kl. 12.00 en þá leika strákarnir við lið Akureyrar um gullið í 2. flokki.
Áfram Haukar!