Fjórði leikur i viðureign Hauka og Snæfells fer fram í kvöld kl. 19:15 í Hólminum og með sigri geta Haukastúlkur tryggt sér titilinn en staðan er 2-1 fyrir Hauka.
Haukarnir unnu síðasta leik í Schenkerhöllinni á ævintýralegan hátt í framlengdum spennu þriller. Eftir slaka byrjun þá stigu stelpurnar upp og spiluðu gríðarlega vel en þó engin eins og Helena, en hún skoraði 45 stig og setti um leið stigamet í efstu deild kvenna. Bætti metið um 11 stig, ótrúlegur leikmaður og það á meidd á kálfa.
Eins og áður segir geta stelpurnar okkar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld og við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna í Hólminn, fá sér góðan sunnudagsbíltúr og horfa á skemmtilegan körfubolta. það verður enginn svikinn af því.
Þeim sem vantar far geta farið inná FB síðu körfunnar og sett þar inn færslu og reynt verður að koma öllum fyrir. https://www.facebook.com/groups/762315913858012/
Áfram Haukar
ATH, myndin er fengin af FB síðu hjá Evu Björk en hún hefur tekið gríðarlega margar skemmtilegar og fallegar myndir af íþróttaviðburðum hjá okkur Haukamönnum og þökkum við henni fyrir það.