Getraunahópur Hauka

Þeir voru glaðbeittir félagarnir sem hittust í morgun í Guðsveinsstofu til að spá í spilin í getraunum dagsins. Góð stund með góðum félögum og líflegar umræður með kaffi og kruðirí á kantinum. Að loknum spádómum um gengi liða í enska boltanum var rölt út í nýju knatthöllina sem senn verður tekin í notkun. Loksins, loksins, eru orðin sem heyrast um bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á Ásvöllum.

Áfram Haukar!