Getraunaleikur – mikil spenna hverjir komast í úrslit

Getraunastarfið er alltaf líflegt í Haukum!Getraunastarf Hauka hefur gengið vel í vetur. Það kemur stór hópur Haukafélaga saman á laugardögum, fær sér kaffi, ræðir úrslit vikunnar í öllum greinum, veltir fyrir sér við hverja er verið að semja, slúðursögur og margt fleira.

Riðlakeppninni lauk nú um síðustu helgi og er mikil spenna í sumum riðlum. Ljóst er að fara þarf yfir alla seðla vetrarins til að finna út hverjir hafa komist í úrslit í sumum riðlum. Spennustigið er því hátt hvort menn komast í Meistaradeildina og keppa um glæsileg verðlaun eða fara í deildarbikarkeppnina og keppa um heiður og að sjálfsögðu glæsilegan bikar.

Til að halda háu spennustigi hefur getraunanefndin ákveðið að birta ekki lokaúrslit fyrr en á laugardaginn kl 1000 þegar getraunakaffið byrjar.

Hvort sem þú ert þáttakandi núna í leiknum eða ekki eru allir velkomnir í getraunakaffi milli 10-13 alla laugardag. Við getum lofa slúðri og oftast er fréttaleki mikill á þessari kaffistofu. Við viljum svo minna á að nýr leikur hefst eftir áramótin og verður hann auglýstur nánar síðar.

Kveðja,

Getraunastjórnin