Glæsliegir fulltrúar Haukar í yngri landsliðum í körfu

Landsliðsmenn HaukaHaukar eiga 9 glæsilega fulltrúa í yngri landsliðum Íslands í körfunni sem valinn voru nú nýlega.  U16 og U18 ára liðin munu fara til Solna í Svíþjóð og keppa þar á norðurlandamóti yngri landsliða. U15 ára liðin munu fara á mót í Danmörku. 

Landsliðskrakkarnir eru nú að hefja söfnun fyrir fargjaldi á mótin og munu heimsækja fyrirtæki á næstu dögum til að afla stuðnings við keppnisferðir á mótin framundan.

 

U16 stúlkna
Hanna Þráinsdóttir · Haukar
Rósa Björk Pétursdóttir · Haukar
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar

U16 drengja
Kári Jónsson · Haukar

U18 kvenna
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar

U18 karla
Kristján Leifur Sverrisson · Haukar

U15 stúlkna
Sylvía Rún Halfdánardóttir · Haukar
Dýrfinna Arnardóttir · Haukar
Inga Rún Svansdóttir · Haukar

Haukar óska krökkunum góðs gengis með landsliðum Íslands í sumar.