Það ríkti spenna og eftirvænting þegar fjölmargir þátttakendur í Getraunaleik Hauka mættu á uppskeruhátíðina sem haldin var sl. laugardag og úrslit Haustleiksins voru kynnt. Hátíðinni stjórnaði Ágúst Sindri af festu og öryggi. Úrslit keppninnar urðu þessi:
Úrvalsdeild: Í fyrsta sæti B.F. SEL með 47 stig, í öðru sæti Góu Haukar með 46 stig.
Bárujárnsdeild: Í fyrsta sæti CANUCKS með 43 stig, í öðru sæti Lehman Brothers með 42 stig.
Lehman Champion League: Í fyrsta sæti B.F. SEL með 232 stig, í öðru sæti Haukafeðgar með 230 stig.
Ný keppni , Vorleikur, hófst jafnframt og var fyrsta umferð spiluð á laugardaginn. Hátíðinni lauk með borðhaldi þar sem girnilegir réttir voru fram bornir.