Kæra Haukafólk.
Það var líflegt í dag á Ásvöllum, þegar íslenska landsliðið í handbolta mætti því austurríska og vann með sigri sínum rétt til þátttöku í heimsmeistaramótinu sem haldið verður í janúar á næsta ári. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fylltu íþróttasalinn með kraftmiklum stuðningi sínum og það var ekki laust við að maður fangaði von og bjartsýni um betri tíð með blóm í haga og Covid veiruna að baki. Framundan eru úrslitakeppnir í handbolta og körfubolta og senn fer fótboltinn á fullt í mótum sumarins. Já, það er sem fyrr líf og fjör á Ásvöllum.
Gleðilega páskahátíð!
Magnús Gunnarsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Hauka.