Mfl. karla í körfu spilaði við Skallagrím í Borgarnesi í gærkvöldi og var um hörkuleik að ræða þar sem Skallagrímur vann eftir framlengingu.
Haukarnir hentu frá sér unnum leik í lokin og væri hægt að gera gott kennslumyndband um hvernig hægt er að klúðra góðri stöðu á 50 sek. En svona er körfuboltinn, allt getur gerst.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá fyrstu mín. þar sem bæði lið spiluðu harða vörn og barist var um hvern bolta. Þetta hafði töluverð áhrif á skor leiksins en staðan í hálfleik var 35 – 31 fyrir Skallagrímsmenn. Haukarnir að spila fína vörn en vandamálið var að þeir hittu ekki úr fínum færum og voru að hitta illa í sókninni þrátt fyrir að skapa sér færin.
Seinni hálfleikur byrjaði af sama krafti en Skallarnir voru betri skóknarlega í þriðja leikhluta og leiddu með sex stigum 59 – 53. Haukarnir áttu góðan fjórða leikhluta, fyrir utan síðustu mínútuna, og náðu ágætis forystu sem var mest er tæpar tvær mín. voru eftir, 87 – 80. Er um 50 sek. voru eftir voru Haukarnir 5 stigum eftir og með boltann eftir varnarfrákast. En þá fóru Haukamenn að henda frá sér sigrinum og töpuðu tveim boltum á afar klaufalegan hátt sem gaf Skallagrímsmönnum auðveldar körfur og því fór leikurinn í framlengingu. Skemmst er frá því að segja að Skallarnir voru miklu ferskari í framlengingunni og unnu gríðarlega mikilvægan sigur sem gerir það að verkum að þeir halda sæti sínu í deildinni og óska Haukamenn þeim til hamingju með þann árangur.