Grindavík – Haukar í kvöld kl. 19:15

HaukarHaukar hófu nýja árið með látum þegar liðið gjörsigraði lið Valsmann á hlíðarenda fyrir viku síðan. Mikil stemning er í hópunum og næsti andstæðingur eru sjóðheitir Grindvíkingar.

Grindvíkingar unnu síðasta leik sinn gegn KR en fyrir leikinn hafði KR ekki tapað neinum leik í deildinni. Það er því ljóst að heimamenn verða kokhraustir og því verðugt verkefni fyrir höndum hjá okkar drengjum. Haukum hefur hins vegar liðið nokkuð vel í Röstinni og oftar en ekki yfirgefið place-ið með sigur í farteskinu. Engin breyting verður á því í kvöld og er leikur Hauka og Grindvíkingur síðan fyrir jól minnisstæður þar sem Grindvíkingar sigruðu Hauka með tveimur stigum eftir tvíframlengdan leik.


Með sigri Hauka geta þeir jafnað Grindavík að stigum og endi leikurinn með þriggja stiga sigri eða meira eigum við innbyrðis viðureignina og mun Grindavík þá alltaf enda fyrir neðan Hauka ef að þessi tvö lið enda jöfn af stigum í lok deildar.

Smávægileg veikindi hafa herjað á hópinn en það er vonandi að það komi ekki að sök í kvöld en fyrir vikið verður stuðningurinn úr stúkunni að vera þeim mun meiri.

Drengirnir gera því ráð fyrir haug af gargandi Haukamönnum í Röstinni, Grindavík, í kvöld en leikar hefjast kl. 19:15.