Körfuknattleiksdeild hélt sitt árlega lokahóf laugardaginn 13. apríl síðastliðin þar sem árið var gert upp í máli og myndum. Leikmenn voru svo heiðraðir með veglegri verðlaunaafhendingu.
Samúel Guðmundsson, formaður deildarinnar, setti hófið og kynnti Örvar Þór Kristjánsson til en Örvar sá um veislustjórn. Skemmtiatriði kvöldsins voru í boði meistaraflokkanna og Hauka TV en Ari Eldjárn leit einnig við og skemmti gestum.
Svo fór að Emil Barja og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru valin mikilvægustu leikmenn liðanna.