Hörku stuð á Landsmóti

Kvennalið Hauka skellti sér á Landsmótið á Akureyri á dögunum og spilaði þar undir merkjum ÍBH. Ágætis árangur náðist og lentu þær í þriðja sæti á eftir Grindavík sem sigraði mótið og Njarðvík sem lenti í öðru sæti. Okkar stúlkur höfðu titil að verja en þær unnu mótið fyrir tveimur árum í Kópavogi.

 

 

ÍBH (Haukar) sigruðu lið ÍBA með 42 stigum gegn 21, lutu í lægra haldið fyrir Grindavík með tíu stigum 30-40, fóru illa með lið UMSB 69-30 og töpuðu að lokum fyrir liði Njarðvíkur í hörku leik 34-35.

Hörku stuð var á Landsmótinu í ár og skemmtu stelpurnar sér vel og innilega í sumarblíðunni á Akureyri.

Mynd: Haukastelpur í góðu stuði á LandsmótiAllar myndir fengnar með góðfúslegu leifi úr safni Telmu Fjalarsdóttur.